Hoppa yfir valmynd

Græn framtíð

Í samstarfi við Íslandsstofu í Grósku er Grænvangur með gestastofu og sýningu sem ber heitið Græn framtíð. Í sýningunni er farið yfir sögu Íslands í loftslagsmálum, markmið Íslands til framtíðar í átt að kolefnishlutleysi 2040 og þær nýsköpunarlausnir sem hér er að finna og geta nýst um allan heim. Markmið sýningarinnar er að sýna hvernig atvinnulífið í samvinnu við stjórnvöld stuðlar að kolefnishlutlausu Íslandi, kynna sérfræðiþekkingu Íslands í endurnýjanlegum orkugjöfum og hvetja til samstarfs og viðskipta við íslensk fyrirtæki.   

Félagar í baklandi Grænvangs hafa þann kost að nýta sýninguna til þess að taka á móti erlendum viðskipta- eða samstarfsaðilum en auk þess tekur Grænvangur reglulega á móti erlendum sendinefndum í Grænni framtíð og tengir við íslenska aðila.  

Viltu koma í heimsókn?