Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Tékklands á sviði nýsköpunar og grænna lausna

Íslenskar og tékkneskar tækninýjungar á sviði umhverfis- og loftslagsmála voru kynntar á rafrænum viðskiptafundi sem fór fram í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, flutti opnunarerindi ásamt utanríkisráðherra Tékklands, Tomáš Petříček.

Hugmyndin að viðskiptafundinum var upphaflega rædd á símafundi ráðherranna í desember í tengslum við gagnkvæman áhuga þeirra á að hvetja til aukinna viðskipta á milli landanna.

Markmiðið með þessum fundi var að tengja saman íslensk og tékknesk fyrirtæki á sviði nýsköpunar og grænna lausna og deila reynslu. ,,Íslensk og tékknesk fyrirtæki standa framarlega á þessum sviðum“ sagði Guðlaugur Þór við þetta tækifæri, „og það er mikilvægt að nýta hugvit og þekkingu þeirra til þess að við getum náð markmiðum okkar í loftslagsmálum og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.“

Í upphafi fundar fjölluðu Birta Kristín Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Grænvangi, og Zdeněk Horsák, varaforseti Czech Association of Circular Economy, um mikilvægi nýsköpunar í baráttunni gegn loftslagsvánni og grænar lausnir frá ríkjunum. Í kjölfarið héldu íslensku fyrirtækin Circular Solutions, Klappir, Resource International og Ýmir Technologies og tékknesku fyrirtækin ASIO, Agile Europe, Cyrkl, EKO-KOM og HUITRA-BRNO stuttar kynningar. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Tékklandi, stýrði fundinum.

Fundurinn er hluti af rafrænni viðskiptafundaröð sem utanríkisráðuneytið stendur fyrir, í samvinnu við Íslandsstofu, aðrar utanríkisþjónustur og samstarfsaðila í viðkomandi ríkjum. Markmiðið er að búa til vettvang fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna vörur sínar og þjónustu erlendis, og finna nýja samstarfsaðila, nú þegar ferðalög á milli landa liggja að mestu niðri.

Stofnaður hefur verið samráðsvettvangur fyrir fyrirtækin svo að þau geti verið í beinum samskiptum sín á milli í kjölfar fundarins.

Upptaka af fundinum er aðgengileg á þessari vefslóð.

Aðrar fréttir

card thumbnail
Vel heppnað Loftslagsmót 2021

Loftslagsmót fór fram með rafrænum hætti miðvikudaginn 21.apríl og tókst gríðarlega vel til.

26. apríl 2021
card thumbnail
Loftslagsmót – stefnumót um lausnir framtíðarinnar

Grænvangur, RANNÍS og EEN standa  nú fyrir Loftslagsmóti,  í samstarfi við Festu og Atvinnuvega...

16. apríl 2021
card thumbnail
Bill Gates, kófið og loftslagið

„Ísland er í kjörstöðu til að vera í forystu þeirra sem stefna í þá átt sem Bill Gates fjallar ...

1. apríl 2021
card thumbnail
Framlag Íslands til Loftslagsvænni framtíðar

Ársfundur Grænvangs 2021 var haldinn 23. mars

24. mars 2021
card thumbnail
Taktu þátt í rafrænu loftslagsmóti 2021

Loftslagsmótið haldið í annað sinn

22. mars 2021
card thumbnail
Er jarðefnaeldsneytislaust Ísland prinsípmál eða pípudraumur?

Á öllum þessum sviðum þarf endurnýjanlega orku, svo um raunveruleg orkuskipti verði að ræða. Ís...

18. mars 2021
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir kynntar í Evrópu

Íslenskar grænar lausnir voru í forgrunni á vefviðburði sem var haldinn í samstarfi milli sendi...

10. mars 2021
card thumbnail
Vetni – til hvers?

Ísland gæti orðið meðal fyrstu landa heims til að verða alfarið óháð jarðefnaeldsneyti.

14. janúar 2021
card thumbnail
Ís­land leiðandi í græn­um lausn­um með Green by Ice­land

Grænvangur setti enska vefsíðu sína í loftið með rafrænum kynningarviðburði

18. desember 2020
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir og tækifærin erlendis

Eitt stærsta framlag Íslands í loftslagsmálum er útflutningur sérfræðiþekkingar á sviði endurný...

16. desember 2020
card thumbnail
Framlag Íslands í loftlagsmálum

Stærstu áskoranir þjóða heims í loftslagsmálum snúa að orkuskiptum.

9. desember 2020